Færsluflokkur: Bloggar

Sumir myndu kalla þetta 2007.2

Íhugið þetta:

 1. Hverjir eru að kaupa þessi bréf?

        - Evrópskir bankar

2. Af hverju, eiga þeir ekki svo mikið af bréfum nú þegar að þeir eru í vandræðum?

       - Jú, einmitt vegna þess hversu mikið þeir eiga bjóða þeir upp ný skuldabréf til að fegra lánasöfnin.

3. En eru bankarnir ekki í fjárþörf, hvar fá þeir peningana til að kaupa öll þessi bréf?

       - Peningarnir koma beint úr "prentvélum" evrópska seðlabankans (sem er þá í raun kaupandi þessara bréfa)

Árið 2007 var púðurtunnan svokölluð undirmálsveðlán (e. subprime mortgages), nú þegar við höfum 2007.2 þá er púðurtunnan óyfirstíganlegar skuldir ríkja heims. Sú staðreynd segir okkur síðan það að þegar 2008.2 kemur (fyrr en margan grunar) verður talað um hrunið 2008 sem "hrunið" 2008.

Núverandi fjármálakerfi er komið að fótum fram. Því er einugis haldið á floti vegna sérhagsmuna örfárra aðila sem hafa af því beinan hag (líf sem einkennist af öfgafullum munaði og dýrum lífstíl). Allt er þetta gert á kostnað almennra borgara sem þurfa að horfa upp á grunnstoðir samfélags síns mölvaðar niður í þágu fjármálastöðugleika. Við Íslendingar þurfum að opna augun og sjá hlutina eins og þeir eru (sbr. rauða pillan í The Matrix). Samfélagið okkar þarf ekki að vera svona...

 www.umbot.org 


mbl.is Aðeins lægri vextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður fróðlegt....

... að sjá hvort NATO muni ekki ráðast á Jemen. Er þetta ekki einmitt sama ástæða og notuð var til að ráðist á Lýbíu?

 

www.umbot.org


mbl.is Fjöldi látinna í Jemen rís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Truth hurts...

...doesn't it?

 

umbot.org

 


mbl.is Krugman reitir Rumsfeld til reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi maður er hunsaður vegna þess...

...að hann hefur í áratugi talað gegn núverandi fjármálakerfi og hefur verið mjög harðorður í garð seðlabanka Bandaríkjanna. Þetta sýnir vald fjármálakerfisins (bankanna).  Þeir hafa ítök í öllum helstu fjölmiðlum og ná þannig að beina sjónum kjósenda í aðrar áttir og frá hinum raunverulega vanda allra landa, en það er úrelt fjármálakerfi sem á rætur að rekja til miðalda og hentar engan veginn 21. öldinni.

 

www.umbot.org


mbl.is Ron Paul hunsaður af fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég mæli með því...

... að OECD verði lagt niður.

 

 

www.umbot.org 


mbl.is OECD mælir með upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott....

...eigum við þá ekki að stöðva frekari vinnu stjórnlagaráðs, því þetta verður hvort eð er okkar stjórnarskrá ef við slysumst til að ganga inn í ESB.
mbl.is Þýðingu Lissabon-sáttmálans lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær...

...ætlar NATO að ráðast á Bahrein?

Sjá m.a. hér  og hér 

 

 

 


mbl.is Trúnaði létt af Líbíugögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í faðm alþjóða bankamafíunnar

Þetta eru vondar fréttir. Ætla stjórnvöld að skuldsetja íslenskt samfélag upp á 60.000 til 120.000 milljónir. Hvað á að gera við þessa peninga? Borga út Jöklabréf?

Ef það á að nota þessa peninga til uppbyggingar samfélagsins t.d. með því að efla samgöngur, þá mæli ég frekar með því að íslenska ríkið nýti fullveldisrétt sinn til þess að BÚA TIL þessa peninga í stað þess að borga erlendum (eða innlendum) bönkum hundruð milljóna í vexti.

Hagfræðingar myndu væntanlega baula og vara við óðaverðbólgu. Það eru hins vegar aum rök því það breytir engu, verðbólgulega séð, hvort nýir peningar komi inn í hagkerfið utan frá sem lán eða eru búnir til innan frá. Efnahagslegu áhrifin eru þau sömu. Hins vegar munar okkur Íslendinga mikið um vaxtagreiðslurnar, sem í þokkabót eru í erlendri mynt. Skýrir líklega hvers vegna það á að festa gjaldeyrishöftin í sessi næstu 4-5 árin (skuldabréfin eru til 5 ára).

 Lausn vandans : umbot.org


mbl.is Dollarabréf með 325 punkta álagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á bak við fyrirsagnirnar...

Ýmsir pistlahöfundar hafa tekið eftir þeirri einkennilegu staðreynd að uppreisnarmenn í Líbíu gerðu sér far um að stofna sinn eigin seðlabanka, áður en þeir stofnuðu ríkisstjórn. Robert Wenzel skrifaði eftirfarandi í Economic Policy Journal:

“ Ég hef aldrei heyrt það áður að seðlabanki sé stofnaður innan nokkurra vikna frá almennri uppreisn. Þetta bendir til þess að þetta sé meira en sundurlaus hópur uppreisnarmanna og að það séu nokkuð háþróuð áhrif hér að baki”

Alex Newman skrifaði í New American:

“ Í yfirlýsingu sem gefin var út í síðustu viku, birtu uppreisnarmenn niðurstöður fundar sem haldinn var 19. mars. Það sem hinir svokölluðu óskipulögðu uppreisnarmenn tilkynntu var tilnefning Seðlabanka Benghazi sem yfirvald í peningamálum og til þess bæran að ákvarða peningamálastefnu Líbíu. Að auki var skipaður seðlabankastjóri með tímabundið aðsetur í Benghazi.”

Newman vitnaði í John Carney ritstjóra hjá CNBC, sem spurði “Er þetta í fyrsta sinn sem uppreisnarhópur setur á fót seðlabanka á meðan enn er barist upp á líf og dauða við sitjandi öfl? Þetta virðist klárlega benda til þess að seðlabankastjórar eru orðnir ótrúlega valdamiklir á okkar tímum.”

Annað frávik er hin opinbera réttlæting á hernaði gegn Líbíu. Talað er um mannréttindabrot, en vísbendingar eru í aðra átt. Samkvæmt grein á vefsíðu Fox News þann 28. febrúar:

Á sama tíma og Sameinuðu þjóðirnar vinna að því hörðum höndum að fordæma Muammar al-Qaddafi leiðtoga Líbíu fyrir að brjóta á bak aftur mótmæli, er mannréttindaráð SÞ að skrifa skýrslu uppfulla af lofi á mannréttindamál í Líbíu.

Skýrslan lofar Líbíu fyrir að bæta tækifæri til menntunar, að setja mannréttindi í forgang og að bæta stjórnarskrár ramma þeirra. Nokkur lönd, m.a. Íran, Venesúela, Norður-Kórea og Sádi Arabía, en einnig Kanada gefa Líbíu jákvæð ummæli fyrir þá lögvernd sem veitt er borgurunum, sem nú standa í uppreisn gegn stjórninni og mæta blóðugri hefnd.

Hvað sem segja má um persónulega glæpi Gaddafis , þá virðist almenningur dafna vel. Sendinefnd starfsfólks í heilbrigðisþjónustu frá Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi sendi Medvedev Rússlandsforseta og Pútin forstætisráðherra áskorun í kjölfar kynna sinna af daglegu lífi Líbíumann. Það var þeirra skoðun að hjá fáum þjóðum býr fólk við annan eins munað:

Íbúar Líbíu hafa rétt á ókeypis læknisþjónustu og tækjabúnaður spítalar þeirra er sá besti í heiminum. Menntun í Líbíu er ókeypis og ungu fólki gefst kostur á að læra erlendis á kostnað ríkisins. Þegar ungt fólk giftir sig fær það 60.000 líbíska dínara (tæpar 6 milljónir króna) í fjárhagsaðstoð. Vaxtalaus ríkislán og, eins og reynslan hefur sýnt, ódagsett. Bifreiðar eru ódýrari en í Evrópu vegan niðurgreiðslu stjórnvalda og allar fjölskyldur hafa því efni á bifreið. Bensín og brauð kosta smáaura, enginn skattur er á þá sem stunda landbúnað. Íbúar Líbíu eru rólyndisfólk og friðsamt, ekki hneigt til drykkju og er mjög trúrækið.

Sendinefndin heldur því fram að alþjóða samfélagið sé blekkt varðandi baráttuna gegn stjórnvöldum. “Segið okkur, hver myndi ekki líka vel við slík stjórnvöld?”

Ef þetta er aðeins áróður er ekki hægt að neita líbískum stjórnvöldum um a.m.k. eitt mjög vinsælt afrek; að færa vatn til eyðimerkurinnar með því að byggja stærsta og dýrasta vatnsveitukerfi í sögunni, hina 33 milljarða dollara GMMR (Great Man-Made River) framkvæmd. Eins og gefur að skilja skiptir vatn Líbumenn meira máli en olía. GMMR sér 70% af þjóðinni fyrir drykkjarvatni og áveitu með því að dæla því frá hinu gríðarstóra Núbíu vatnsbóli, sem er að finna neðanjarðar í suður Líbíu, til þéttbýlisins 4000 km í norðri. Stjórnvöld í Líbíu hafa a.m.k. gert eitthvað rétt.

Önnur skýring á árásunum á Líbíu er að þetta sé all vegan olíunnar, en sú kenning er vandkvæðum bundin. Eins og fram kemur í National Journal framleiðir landið aðeins um 2% af heimsframleiðslunni á olíu. Sádi Arabía hefur næga ónýtta framleiðslugetu til að bæta fyrir alla þá olíu sem ekki berst frá Líbíu. Einnig, ef þetta er allt gert vegna olíunnar, hvers vegna liggur þá svo á að stofna seðlabanka?

Aðrar ögrandi upplýsingar sem berast um Internetið er viðtal Democracy Now frá árinu 2007 við bandaríska hershöfðingjann Wesley Clark. Þar segir hann að um 10 dögum eftir árásirnar 11. september  2001 hafi hershöfðingi tjáð honum að búið væri að ákveða að ráðast á Írak. Þetta kom Clark í opna skjöldu og hann spurði hvers vegna. Svarið sem hann fékk var “Ég veit það ekki”. “Ég held þeir viti ekki hvað annað sé hægt að gera!”. Seinna sagði sami hershöfðingi að áætlanir væru uppi um að ráðast á sjö lönd á fimm árum: Írak, Sýrland, Líbanon, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Íran.

Hvað eiga þessi sjö lönd sameiginlegt? Í samhengi bankamála, þá er eitt atriði sem stendur upp úr. Ekkert þeirra er á lista 56 seðlabanka sem eiga aðild að Alþjóðagreiðslubankanum (BIS) í Sviss. Þetta setur þau utan hins langa reglugerða arms þessa seðlabanka seðlabankanna.

Af þessum hópi gæti Líbía og Írak verið mest utanveltu, þau lönd sem nú þegar hefur verið ráðist á. Kenneth Schortgen Jr., sem skrifar á Examiner.com bendir á að “sex mánuðum áður en Bandaríkin réðust inn í Írak til að steypa Saddam Hussein af stóli, hafði olíuríkið tekið skref í átt til þess að taka við evrum í stað dollar sem greiðslu fyrir olíuframleiðslu sína, og þetta ógnaði stöðu dollarans sem ráðandi gjaldmiðli heimsins, sem og stöðu hans sem olíudollar (e.petrodollar).

Samkvæmt rússneskri grein sem ber heitið “Bombing of Lybia – Punishment for Ghaddafi for His Attempt to Refuse US Dollar,” hafði Gaddafi stigið sambærilega djarft til jarðar þegar hann ýtti af stað hreyfingu með það fyrir augum að hafna dollaranum og evrunni. Jafnframt kallaði hann eftir samstöðu Araba- og Afríkuríkja um nýjan gjaldmiðil, gull dínar. Gaddafi lagði til sameiningu Afríku með 200 milljón íbúum sem nota myndu þennan nýja gjaldmiðil. Síðastliðið ár var hugmyndin samþykkt af mörgum Arabríkjum  og flestum Afríkuríkjunum. Einu andstæðingarnir voru Suður-Afríka og yfirmaður Arababandalagsins. Frumkvæðið var litið mjög neikvæðum augum af Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sagði Líbíu ógna fjármálaöryggi mankynsins. Gaddafi stóð hins vegar fastur á sínu og hélt áfram að þrýsta á um sameiningu Afríku.

Og það færir okkur aftur að ráðgátunni um líbíska seðlabankann. Í grein sem birt er á vefsíðunni Market Oracle, segir Eric Encina:

“Ein staðreynd sem vestrænir stjórnmálamenn og álitsgjafar í fjölmiðlum minnast sjaldan á: Seðlabanki Líbíu er 100% í eigu ríkisins…Eins og staðan er þá framleiðir Líbía sinn eigin gjaldmiðil, líbíska dínarinn, með milligöngu sins eigin seðlabanka. Fáir geta andmælt því að Líbía er fullvalda ríki með sínar miklu náttúrauðlindir og getur ákvarðað sín eigin efnahagslegu örlög. Stórt vandamál fyrir alþjóðlega sinnaða bankaauðhringi er að til þess að eiga viðskipti við Líbíu, þurfa þeir að fara í gegnum seðlabanka Líbíu og gjaldmiðil þess, þar sem þeir hafa alls engin valdaítök né geta neitt aflsmunar í samningum. Þannig kann aðförin að seðlabanka Líbíu (CBL) ekki að koma fram í ræðum Obama, Cameron né Sarkozy, en þetta er klárlega efst á forgangslista alþjóðavæðingarsinna í fyrirætlunum þeirra um að koma Líbíu inn í safn sitt af hlýðnum löndum. ”

Líbía býr ekki eingöngu yfir olíu. Samkvæmt AGS á seðlabankinn nærri 144 tonn af gulli í hirslum sínum. Hver þarf þá á að halda BIS og AGS, ásamt þeim reglum sem þeim fylgja, með slíkan eignagrunn á bak við sig,

Þetta kallar á nánari skoðun á BIS reglunum og áhrifum þeirra á staðbundin efnahagskerfi. Í grein á vef BIS kemur fram að bankar í seðlabankaneti þess eigi nær eingöngu að stuðla að „stöðugu verðlagi“. Þeir eigi að vera sjálfstæðir frá stjórnvöldum til þess að pólitísk viðhorf trufli ekki þetta umboð þeirra. „Stöðugt verðlag“ þýðir að halda eigi magni fjármagns í umferð stöðugu, jafnvel þó það þýði að almenningur þurfi að bera áherðum sér þungar byrðar erlendra skulda. Seðlabankar eru hvattir til að auka ekki peningamagn til hagsbóta fyrir samfélagið, hvort sem er með beinum hætti eða í formi lánveitinga.

Í grein í Asia Times frá árinu 2002 heldur Henry Liu því fram að:

Reglur BIS þjóna eingöngu þeim tilgangi að styrkja kerfi alþjóðlega einkabanka, jafnvel með því að skaða hagkerfi ríkja. BIS fer eins með bankakerfi ríkja og AGS fer með fjármál þeirra. Hagkerfi landa í alþjóðavæddu fjármálakerfi þjóna ekki lengur hagsmunum viðkomandi þjóða.

… Bein erlend fjárfesting í erlendum gjaldeyri, aðallega dollurum, hefur þröngvað mörgum hagkerfum í að þróa ójafnvægi í átt til útflutnings, einungis til þess að geta greitt vexti í dollurum án þess að það komi viðkomandi hagkerfi til góða.

Hann bætti við, „Samkvæmt  „State Theory of Money“ geta öll stjórnvöld fjármagnað, með eigin gjaldmiðli, allar innri framkvæmdir til þess að viðhalda fullu atvinnustigi án verðbólgu.“ Með „State Theory of Money“, er átt við að fjármagn sé búið til af stjórnvöldum en ekki bönkum.

Það sem menn gefa sér þegar þeir leggjast gegn því að stjórnvöld fái lánað frá eigin seðlabanka er að það valdi verðbólgu, en ekki þegar lán er fengið frá erlendum bönkum eða AGS. En allir bankar búa til þá peninga sem þeir lána, hvort sem þeir eru í einkaeigu eða ríkiseigu. Langmestur hluti nýrra peninga á rætur í þeim lánum sem bankar veita. Að fá lánað hjá eigin seðlabanka hefur þá kosti að lánið er í raun vaxtalaust. Með því að fella burt vexti er einsýnt að kostnaður við opinberar framkvæmdir lækkar að meðaltali um 50%.

Og þannig virðist líbíska kerfið virka. Samkvæmt Wikipedia þá er hlutverk seðlabanka Líbíu m.a. það að „stjórna útgáfu og regluverki allra seðla og mynta í Líbíu“ og „umsjón og veiting allra lána til ríkisins.“

Það myndi útskýra hvernig Líbía fær peningana til þess að veita ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu, og veita ungum hjónum 6 milljóna króna vaxtalaus (og ódagsett) lán. Það myndi einnig útskýra hvernig landið fékk jafnvirði 33 milljarða dollara til þess að byggja GMMR veitukerfið. Líbíumenn hafa áhyggjur af því í dag að árásir NATO geti eyðilagt veitukerfið, sem myndi kalla gríðarlegar hörmungar yfir þjóðina.

Snýst þetta nýja stríð þá um olíu eða bankamál? Kannski hvort tveggja, og vatn að auki. Með orku, vatn og nægt fjármagn til þess að nýta þessar auðlindir, þá er þjóðin frjáls undan oki erlendra lánardrottna. Og kannski er þetta hin raunverulega ógn sem stafar af Líbíu, landið gæti sýnt heiminum hvað sé hægt.

Flest lönd búa ekki yfir olíuauðlindum, en tækninýjungar eru í sjónmáli sem gera lönd óháð orku, sérstaklega ef kostnaður opinberra framkvæmda er helmingaður með því að fá lán frá viðkomandi seðlabanka. Sjálfstæði í orkumálum myndi frelsa ríkisstjórnir úr klóm alþjóðlegra banka og þeirri þörf að framleiða til útflutnings, frekar en að sinna innlendri eftirspurn, til þess að greiða vexti af erlendum lánum.

Ef stjórn Gaddafis hrökklast frá völdum verður fróðlegt að fylgjast með því hvor nýi seðlabankinn gengur til liðs við BIS, hvort olíuiðnaðurinn verði einkavæddur og hvort menntun og heilbrigðisþjónusta haldi áfram að vera ókeypis.

 


mbl.is Gaddafi „búinn að vera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona....

...vinna nú bara bankarnir. Maka krókinn fyrir sig og sína á kostnað þeirra sem vinna eins og svín við að skapa verðmæti. Bankar eru afætur samfélaga og hjá þeim fer fram engin verðmætasköpun heldur þvert á móti.

 

www.umbot.org


mbl.is Bankaklúður í tilviki LinkedIn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband