Í faðm alþjóða bankamafíunnar

Þetta eru vondar fréttir. Ætla stjórnvöld að skuldsetja íslenskt samfélag upp á 60.000 til 120.000 milljónir. Hvað á að gera við þessa peninga? Borga út Jöklabréf?

Ef það á að nota þessa peninga til uppbyggingar samfélagsins t.d. með því að efla samgöngur, þá mæli ég frekar með því að íslenska ríkið nýti fullveldisrétt sinn til þess að BÚA TIL þessa peninga í stað þess að borga erlendum (eða innlendum) bönkum hundruð milljóna í vexti.

Hagfræðingar myndu væntanlega baula og vara við óðaverðbólgu. Það eru hins vegar aum rök því það breytir engu, verðbólgulega séð, hvort nýir peningar komi inn í hagkerfið utan frá sem lán eða eru búnir til innan frá. Efnahagslegu áhrifin eru þau sömu. Hins vegar munar okkur Íslendinga mikið um vaxtagreiðslurnar, sem í þokkabót eru í erlendri mynt. Skýrir líklega hvers vegna það á að festa gjaldeyrishöftin í sessi næstu 4-5 árin (skuldabréfin eru til 5 ára).

 Lausn vandans : umbot.org


mbl.is Dollarabréf með 325 punkta álagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það á að byggja fleiri hús sem fáum nýtast og kosta amk 32 milljarða stykkið.

Óskar Guðmundsson, 8.6.2011 kl. 22:56

3 identicon

Svona voru allar ísl. viðskiptafréttir skrifaðar fyrir hrun: "Orðrómur er um að vaxtaálag...", Bréfin eru vond "Hinsvegar er það mat sérfræðinga... (innsk.: ónefndir, auðvitað)" að bréfin séu rosa góð.

Skuldatryggingaálagið (innsk.: 200) er sett á með hliðsjón af stöðu mála hér á landi!. Og í rauninni geri ég ráð fyrir að erfitt árferði á erlendum mörkuðum sé líka inní þessari tölu 200. Þess vegna er hún uppfærð reglulega. En fréttin kennir enn og aftur vondu útlendingunum og sukkelsinu þeirra um þessi neikvæðu áhrif. Alltaf munu aumingja Íslendingarnir vera fórnarlömb. Æ.
Það verður gaman að sjá hvort einhver eftirspurn verði eftir þessum bréfum. Ekki þótti þorandi að fara á evrópumarkað með þau. Nú vona menn að Ameríkanarnir séu svo vitlausir að kaupa þessi bréf. Líklegra er þó að áhættuálagið þurfi að hækka töluvert áður en nokkur maður kaupir þetta.

Valgeir (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband