Sannleikurinn

Ég held að fólk verði að fara að opna augun fyrir því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.

1. Bankar (á Íslandi og annarsstaðar) njóta þeirra forréttinda umfram önnur fyrirtæki í samfélögum að mega búa til peninga (úr engu) í formi lána (bankarnir lána ekki út innistæður). Stjórnvöld búa EKKI til peninga nema í litlu mæli (1-5% af öllu peningamagni).

2. Þessir peningar eru mest notaðir til þess að spila með á hinum ýmsu fjármálamörkuðum. Ekki til verðmætasköpunar

3. Þeir búa yfirleitt til allt of mikið af peningum vegna eigin græðgi. Aukið peningamagn veldur síðan verðbólgu. Já! Það eru bankarnir sem eru að skapa verðbólguna.

4. Þegar bankarnir hafa búið til og lánað allt of mikið af peningum þá draga þeir verulega úr lánveitingum (hætta að búa til peninga) og auka hörku í innheimtu þeirra lána sem eru útistandandi. Þetta er það sem hagfræðingarnir kalla hagsveiflur.

5. Þá verður samdráttur í eftirspurn hjá fyrirtækjum sem sum hver fara á hausinn. Bankarnir hirða eignirnar.

6.Þegar bankarnir lenda sjálfir í verulegum vandræðum þá koma þeir grenjandi til stjórnmálamann (sem eru algjörlega clueless um hvað sé raunverulega að gerast) og segjast vera of mikilvægir til þess að fara á hausinn. 

7. Stjórnmálamenn panika og samþykkja gríðarleg lán til þess að halda bönkunum á floti. Þessi lán bera vexti sem svo aftur kalla á aukna skattheimtu.

8. Lausnin við þessu öllu saman er sú að bönkum verði bannað að framleiða peninga (100% bindiskylda). Ríkið taki síðan til við að framleiða það peningamagn sem þarf hverju sinni (í samræmi við landsframleiðslu hvers árs) og eyðir þeim peningum í samfélagslega hluti eins og heilbrigðismál, menntun, öryggisgæslu og samgöngur. Á móti verður hægt að lækka skatta á almenning; jafnvel afnema.

Dæmi: Árni Páll félagsmálaráðherra segir að það sé ekki í mannlegu valdi að leiðrétta húsnæðislán. Hann talar því eins og peningar séu eitthvað sem kemur frá náttúrunni eins og rigningin. Peningar eru skapaðir af manninum með lögum. Þess vegna er það algjörlega í mannlegu valdi að leiðrétta lánin. Hagsmunasamtök heimilanna hafa reiknað út að leiðrétting fyrir alla kosti um 200 milljarða. Ráðamenn tala hins vegar alltaf eins og það þurfi að staðgreiða þetta og því ekki framkvæmanlegt. Það er hins vegar mjög auðvelt að framkvæma þetta:

1. Ríkið yfirtekur öll húsnæðislán bankanna og flytur þau yfir á Íbúðarlánasjóð.

2. Íbúðarlánasjóður leiðréttir öll lánin og setur upphæðina inn á sér lykil í bókhaldinu.

3. Þetta eru eins og fyrr segir íbúðarlán sem flest eru með 30-40 ára líftíma eftir. 

4. Þessir 200 milljarðar eru því afskrifaðir um 5 milljarða á ári sem ríkið leggur Íbúðarlánasjóði til í formi fjármagns sem það býr til en ekki í formi skuldabréfaútgáfu.

 

Viljum við sem þjóð vera í þeirri stöðu að þurfa stöðugt að auka við skuldir okkar sem einstaklingar og samfélag einungis svo fámennur hópur bankamanna geti hagnast á okkar kostnað. 

Ég segi NEI!

 www.umbot.org


mbl.is Skuldir ríkja heims aukast um 45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband