Prump!

Nóbelsverðlaun í hagfræði eru blekking sem notuð eru til þess að auka virðingu almennings fyrir hagfræði sem "vísindagrein". Nefndin sem veitir þessi verðlaun hefur engin tengsl við hina sönnu verðlaunanefnd Nóbels sem veitir verðlaun í efnafræði, líffræði, læknisfræði, eðlisfræði og bókmenntum (og svo auðvitað friðarverðlaunin sem er nú sér brandari útaf fyrir sig). Erfðaskrá Nóbels kvað á um það að einstaklingar í þessum vísindagreinum sem "aukið hafa velsæld almennings" skuli verðlaunaðir. Ég veit ekki til þess að hagfræðingar hafi aukið velsæld almennings nokkurn tíma. Þessi verðlaun eru veitt af Seðlabanka Svíþjóðar og heita eitthvað á þess leið "Verðlaun sænska seðlabankans í hagfræði til minningar um Alfreð Nóbel". Ýmsir afkomendur Nóbels hafa reynt að fá því hnekkt að bankinn skuli nota nafn hans til þess að auka virðingu þessara ómerkilegu verðlauna.


mbl.is Bandarískir hagfræðingar fá Nóbelsverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir upplýsingarnar.

Jón Þór Ólafsson, 14.10.2009 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband