28.9.2009 | 10:53
Að gefnu tilefni....
...langar mig að endurtaka það sem ég skifaði fyrir stuttu síðan:
Það er staðreynd að yfir 90% af öllu fjármagni sem er í umferð í landinu (og öðrum löndum ef því er að skipta) er búið til af bankakerfinu. Það gerist þegar bankarnir búa til lán. Flest öll fyrirtæki fjármagna vöru- og þjónustuframboð sitt með skammtímalánum. Í augum fyrirtækja eru vextir sem þau þarf að borga ekkert annað en kostnaður. Þegar kemur að því að fyrirtækið þarf að ákveða verðið á vörunni sinni er tekinn saman allur kostnaður sem liggur að baki, þar með talinn vaxtakostnaðurinn!. Þess vegna þýða háir vextir ekkert annað en hærri verðbólga. Strýrivextir leiða til verðbólgu, þvert á það sem hagfræðingar (kreppufræðingar?) fullyrða.
Eitt meginverkfæri hagfræðinnar til þess að hefta verðbólgu er því eingöngu til þess fallið að auka hana!
Verðbólgan nú 10,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.