Þversögn hagfræðinnar

Það er staðreynd að yfir 90% af öllu fjármagni sem er í umferð í landinu (og öðrum löndum ef því er að skipta) er búið til af bankakerfinu. Það gerist þegar bankarnir búa til lán. Flest öll fyrirtæki fjármagna vöru- og þjónustuframboð sitt með skammtímalánum. Í augum fyrirtækja eru vextir sem þau þarf að borga ekkert annað en kostnaður. Þegar kemur að því að fyrirtækið þarf að ákveða verðið á vörunni sinni er tekinn saman allur kostnaður sem liggur að baki, þar með talinn vaxtakostnaðurinn!. Þess vegna þýða háir vextir ekkert annað en hærri verðbólga. Strýrivextir leiða til verðbólgu, þvert á það sem hagfræðingar (kreppufræðingar?) fullyrða.

Eitt meginverkfæri hagfræðinnar til þess að hefta verðbólgu er því eingöngu til þess fallið að auka hana!


mbl.is Már: Þess vænst að verðbólga hjaðni ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Hef einmitt spurt mig að þessu, hvort þetta geti ekki verið raunin þegar stýrivextir hækka a.m.k.

Einnig veltir maður fyrir sér hvers vegna vísitalan er látin hækka þegar verðbólgan er sköpuð af öðrum ástæðum en aukinni eftirspurn, sem sé, fallandi gengi t.d.  Er það eðlilegt?

Eiríkur Sjóberg, 24.9.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Verðbólga er aðfleiðing. Ástæðan er hins vegar þennsla (inflation) á peningamagni í umferð. Þetta helst svo aftur saman við þá staðreynd að bankarnir búa til yfir 90% af öllum peningum (og bera þar með ábyrgð á yfir 90% af allri verðbólgu). Aukin eftirspurn verður þegar fólk finnur fyrir því að meira er til að peningum og sjálfsblekking tekur völdin. Fólk heldur að góðæri sé skollið á og eykur neyslu. Gengið fellur svo gangvart öðrum gjaldmiðlum vegna þess að framboðið er orðið svo mikið. Rangfærslur og tilhneiging til þess að afbaka hlutina er svo almenn og rótgróin hjá hagfræðingum að það er ekki furða að fólk eigi erfitt með að skilja fræðina og þar með umhverfið í kringum sig.

Egill Helgi Lárusson, 24.9.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband