Blessuð krónan

"....til þess fallin að minnka enn traust umheimsins á krónunni sem nothæfum gjaldmiðli í alþjóðlegum viðskiptum,"

Þetta er vandamálið í hnotskurn. Íslenska krónan er til fyrir Íslendinga til að skiptast á vörum og þjónustu á Íslandi. Þennan gjaldmiðil þarf ekki að nota á alþjóðlegum mörkuðum. Til þess notum við þann erlenda gjaldeyri sem við öflum okkur með útflutningi á verðmætum sem við sköpum hér innanlands. Við þurfum ekki "traust umheimsins" til að eiga viðskipti hvert við annað hér heima! Að setja krónuna á alþjóðlegan markað lýsir ábyrgðar- og þekkingarleysi á peningamálum og tilgangi peninga almennt. Með því að láta krónuna á alþjóðlegan fjármálamarkað erum við að láta hana í hendurna á spákaupmönnum sem (mis)nota hana í eigin gróðaskyni. Þetta er jafn fáránlegt og óábyrgt eins og foreldri sem lætur barn sitt í pössun hjá þekktum barnaníðingi. Það hefur bara eitt í för með sér.

Almenn vanþekking á peningamálum er að gera út af við samfélagið. Því er nauðgað daglega af ofurfjármagnseigendum sem oftar en ekki eru erlendir aðilar sem er nokk sama um afdrif okkar til framtíðar. Ég hvet Íslendinga til þess að byrja að kynna sér raunverulegan tilgang peninga og hvernig misnotkun bankakerfisins á gjaldmiðlinum mergsýgur þjóðfélagið og kemur í veg fyrir að hér sé hægt að byggja upp sanngjarnt og frjálst samfélag þar sem frelsi einstaklingsins til athafna er raunverulega virt. Frekari upplýsingar eru á www.umbot.org.  


mbl.is Gengishækkun krónu rakin til breyttra reglna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband