11.11.2009 | 12:31
Það var nefnilega það....
Áttu samningarnir við Holland og Bretland ekki að forða okkur frá því að fá lækkað lánshæfismat! Hvað ætlum við að láta ljúga að okkur lengi? Hversu lengi ætlum við að vera meðvirk? Höfum við efni á því að láta núverandi stjórnmálaflokka eyðileggja meira? Á meðan Ísland sekkur hugsa stjórnmálamenn einungis um sérhagsmuni. Hagsmunir samfélagsins eru ekki til í huga þessa fólks.
Ég hvet fólk sem vill nýtt og heiðarlegt samfélag sem byggir ekki á forréttindum bankakerfisins að slást í hópinn með Umbótahreyfingunni sem nánar er hægt að skoða á www.umbot.org.
Skuldsetning ríkisins kemur í veg fyrir hækkun lánshæfiseinkunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.