Þetta er með ólíkindum....

....."[...] Jón Ásgeir notaði 705 milljónir af þessari upphæð til að greiða ótryggða yfirdráttarskuld hans í Glitni. „Naut ákærði Jón Ásgeir þannig lánveitingarinnar persónulega,“ segir í ákæru saksóknara. Yfirdráttarheimild hans hafði á fjórum mánuðum hækkað úr 250 milljónum í 720 milljónir. [...]"

 Hvernig er hægt fyrir einstakling að fá 720 milljóna ÓTRYGGÐAN yfirdrátt! Þetta sýnir galla núverandi fjármálakerfis í hnotskurn. Bankarnir hafa "einkaleyfi" til þess að prenta peningana sem samfélagið þarf til að starfa eðlilega. Bankarnir dreifa þeim hins vegar með hagsmuni SÍNA (og eigenda/velunnara) að leiðarljósi en ekki SAMFÉLAGSINS.

Þetta mun aldrei breytast nema fólk opni augun fyrir því hversu andsamfélagslegt fjármálakerfið er...þangað til munum við öll líða fyrir það með því að taka ótakmarkaða ábyrgð á því tjóni sem bankarnir valda.

www.umbot.org


mbl.is Töldu Aurum ekki 6 milljarða virði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband