Síðasta setningin í þessari frétt...

....segir allt sem segja þarf um þá hættu sem upptaka erlendra mynta hefur í för með sér. Það land sem afsalar sér eigin gjaldmiðli, afsalar sér um leið forræði yfir efnahag sínum.

Bendi fólki á að leita sjálft upplýsinga en ekki lepja upp það sem misviturt fólk fær að segja í fjölmiðlum. Mjög góð bók sem ég mæli eindregið með er The Lost Science of Money sem ætti að vera skyldulesning allra þeirra sem eitthvað ætla að tjá sig um gjaldmiðlamál a.m.k. opinberlega.

 www.umbot.org


mbl.is Norðmenn græða á myntsamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leggurðu þá til að við höldum áfram með verðtryggða krónu í gjaldeyrishöftum um ókomna tíð?? Ég get ekki séð að venjulegur launamaður fái mikið út úr auðlindum landsins.  Fiskur er orðinn óheyrilega dýr fyrir láglaunamanninn að kaupa, er orðinn munaðarvara.  Fólk skrimtir varla lengur á venjulegum launum og húsnæðislán eru okurlánasamningar. Ertu virkilega að leggja það til að við höfum þetta svona áfram?

Margret S (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 16:28

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er varla krónunni að kenna að fólk telji sig ekki fá nógu margar.

Krónan endurspeglar efnahag þjóðarinnar, léleg hagstjórn + of margir ríkisstarfsmenn = léleg króna.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.3.2012 kl. 18:55

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er allveg hægt að kippa verðtryggingunni úr sambandi. Það sem þarf til er vilji fjármálakerfisins og pólitíkusa, annað ekki.

Hitt er svo annað mál að þegar pólitíkusar og fjármálakerfið vill ekki stoppa verðtrygginguna þá gerist ekki neitt annað en að þjóðin tapar.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 12.3.2012 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband