27.5.2011 | 16:20
Það er nú ekki hægt að segja annað......
...en að Steingrímur J. sé einhver ömurlegasti stjórnmálamaður sem Ísland hefur þurft að þola. Það ætti að láta reyna á það fyrir dómstólum að kæra þingflokk VG fyrir kosningasvik. Hvernig er það hægt að beinlínis ljúga sig til embættis og valda án þess að nokkuð sé að gert. Er þetta það sem við viljum, að fólk geti bara sagt hvað sem er í aðdraganda kosninga og gera síðan allt annað þegar völdin eru fengin. Steingrímur J og VG hafði ekki umboð sinna kjósenda til þess að sækja um aðild að ESB eða semja um ICESAVE, sem dæmi. Kallast þetta ekki umboðssvik?
Læt hér fylgja með gamla frétt frá því að Steingrímur var óbreyttur þingmaður. Hvernig parast þetta við manninn sem við höfum í dag sem fjármálaráðherra? Er ekki kominn tími til breytinga?
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/22/likir_bretalani_vid_fjarkugun/
Steingrímur: Samstarf við AGS mikilvægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Komdu sæll Egill, siðblint fólk sér ekki mun á réttu og röngu. Annars er þetta góður punktur hjá þér, Stjórnlagaráð ætti að huga að því hvort ekki sé möguleiki að stemma stigu við því að misvitrir eða misgráðugir stjórnmálamenn setji þjóðina á hliðina.
Sandy, 27.5.2011 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.