Blekkingarvefur

King spinnur nú blekkingarvefinn sem aldrei fyrr. Sannleikanum er haldið frá okkur og sú mynd sem okkur er birt af bankakerfinu er ekki í samræmi við raunveruleikann.

Eins hjá öðrum þjóðum þar er 99% þjóðarinnar á villigötum þegar kemur að hugmyndum þess um  bankakerfið. Það er í sjálfu sér ekki skrýtið þegar litið að í um 150 ár hefur markviss áróður verið rekinn til að halda sannleikanum frá okkur. Vandamálið er að bankarnir sjá um framleiðslu nær alls fjármagns í landinu. Það þarf ekki annað en að skoða samsetninguna á heildarfjármagni samfélagsins (M3) til að sjá að ríkið býr bara til 1% af fjármagninu, afgangurinn er "bankapeningur". Þetta kann að hljóma eins og eitthvað sem skiptir litlu máli.

Staðreyndin er sú að sá sem stjórnar framleiðslu fjármagnsins stjórnar efnahagslífinu og í dag eru það bankarnir sem stjórna öllu, (ef einhver skyldi ekki hafa tekið eftir því síðustu misserin).

Við höfum leyft bönkum að yfirtaka það vald sem á að liggja hjá samfélaginu (fjármagnsframleiðsluna). Fyrir vikið er fjármagni, sem nauðsynlegt er að spýta inn í hagkerfi svo það stoppi ekki, eingöngu veitt í formi skulda. Það þýðir að samfélagið þarf stöðugt að bæta á sig skuldum til þess að hagkerfið haldist gangandi.

Á ákveðnum tímapunkti er skuldsetningin orðin of mikil og bankar hætta að lána, og einbeita sér að því að innheimta útistandandi skuldir. Á meðan það gengur yfir fer samfélagið í gegnum samdrátt eða kreppu eftir því hversu fast og ákveðið er skrúfað fyrir fjármagnsframleiðsluna.

Ein helstu "rök" þeirra sem vilja viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi er að ríkið getur ekki fengið að búa til peninga því þá munu óábyrgir stjórnmálamenn prenta of mikið og óðaverðbólga muni brjótast út. Við nánari skoðun sést að þetta á ekki við rök að styðjast.

Íslendingar hafa hins vegar rækilega orðið vitni að því að það er ekki bundið við stjórnmálamenn að vera óábyrgir.

Ég segi samt að það er mun betra að setja framleiðslu peninga í hendur stjórnmálamanna frekar en bankamann, því ég fæ a.m.k. tækifæri til að kjósa stjórnmálamenn á 4 ára fresti. Bankamennirnir eru hins vegar ósnertanlegir.

Ég hvet fólk til að kynna sér þetta því hér mun ekki ríkja sanngirni og jöfnuður fyrr en samfélagið tekur til sín valdið til að framleiða fjármagnið. Við munum ekki komast að því hversu sannarlega ríkt samfélag við erum fyrr en við tökum þetta vald til okkar.

www.umbot.org


mbl.is King: Nauðsynlegt að gera umbætur á bankakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband