Færsluflokkur: Bloggar
3.11.2010 | 13:25
Þessir menn eru....
....náttúrulega BARA snillingar. Úr hvaða rassi draga þeir þessar upplýsingar.
Spá 3½% vexti einkaneyslu á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 15:08
Brussel og Spánn í haust og svo.....
...Ísland í vetur!
Tími kominn á raunverulegar breytingar. Lausnin er einföld
Verkföll og mótmæli víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010 | 12:48
Vel ígrunduð ákvörðun menntamálaráðherra...
...var ekki til staðar þegar þessi ákvörðun var tekin, eins og almennt virðist vera með þessa ríkisstjórn. Ég veit fyrir víst að þegar þetta fyrirkomulag var á hugmyndarstiginu þá var þetta borið undir EINN skólastjóra (MH) á landinu. Hann tók jákvætt í þetta með því skilyrði að Verslunarskólinn yrði skikkaður til þess líka. Það er hreint með ólíkindum að umsögn eins manns skuli vera látin nægja þegar um svona víðtæka ákvörðun er að ræða. En í þessu kristallast vanhæfi þessarar ríkisstjórnar og þeirrar stjórnmálastéttar sem elur hana af sér. Breytinga er þörf.
Nían nægði ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2010 | 15:14
Væri kannski ráð....
...að bjóða Cameron á fund hjá Umbótahreyfingunni á morgun (miðvikudaginn 23/6) kl. 19 í Húsinu Höfðatúni. Þar gæti hann fræðst um leiðir til þess að komast hjá niðurskurði fjárlaga og aukið hagsæld almennigs í Bretlandi.
Hann gæti líka hlustað á samlanda sinn og fengið hjá honum góð ráð.
Pund lækkar vegna niðurskurðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2010 | 22:19
Ég gæti....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2010 | 13:24
Hafa skal það sem sannara reynist
Á meðan vextir eru þetta háir á Íslandi verður verðbólgan þetta há. Vaxtabreytingar til að hafa áhrif á verðbólgu er einhver mesta þversögn í hagfræðinni. Höfum í huga það sem kom fram í fréttum ekki alls fyrir löngu um tryggingar á innstæðum. Þar kom fram að þegar ríkisstjórn Haarde áhvað að tryggja allar innstæður að fullu hafi í raun einugnis 2% einstaklinga og 7% fyrirtækja átt fé inn á bankareikningum sem umfram þessar rúmlega 20.000 Evrur. Þetta þýðir að yfir 90% fyrirtækja fjármagna starfsemi sína að mestu leyti með skammtímalánum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þessi fyrirtæki líti á vaxtakostnað sem hvern annan kostnað. Hann er því lagður til grundvallar, ásamt öðrum kostnaði, þegar fyrirtækin ákveða útsöluverð vörunnar. Er því nokkuð að undra að verðlag á Íslandi hækki þegar bankakerfið heldur uppi óeðlilega háum vöxtum.
Að auki er fáránlegt að bera saman verðbóglu milli landa. Sannleikanum er mishagrætt eftir löndum. T.d. er verðbólga í USA ekki rúm 2% heldur tæp 6% (samkv. www.shadowstat.com). Ástæðan er sú að það eru í gangi svo miklar hagræðingar á hagtölum í USA að það hálfa væri nóg. Er nokkur ástæða til að búast við öðru hjá öðrum ríkjum OECD. Mæli með að fólk skoði myndskeiðin á www.umbot.org.
Langmest verðbólga á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010 | 21:16
Eins og kettir
Bankamenn lenda alltaf á fótunum þótt fallið sé hátt, slík er samtryggingin í þessum alþjóðlega klúbbi. Afleiðuviðskipti áttu stærstan þátt í falli Lehmans, en þessi er greinilega það mikill snillingur að hann er ráðinn í topp stöður annars staðar. Því miður er ekkert að breytast. Næsta hrun verður mun stærra og kemur fyrr en nokkurn kann að óra fyrir. Kerfinu verður að breyta.
Sigurbjörn ráðinn til Barclays | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2010 | 14:43
Ponzi
Við sjáum nú hversu hratt bankakerfið er að ná vopnum sínum og falla í sama græðgis farið. Miðað við þennan hraða þá er líka styttra í næsta hrun. Það hrun verður líklegast algjört hrun á öllum mörkuðum því þetta kerfi er komið að þolmörkum og gengur ekki lengur. Það eina sem heldur því gangandi er hræðsla stjórnmálastéttarinnar við að stíga niður fæti og taka til hendinni. Yfir 300 ára ponzi svikamylla er að líða undir lok. Tvö ár?
Bónusar stjórnenda Deutsche Bank snarhækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 11:31
Aðgerðaráætlun
Legg til að íslensk stjórnvöld gefi út eftirfarandi yfirlýsingu alþjóðasamfélagsins:
Vegna yfirgangs gagnvart og tilrauna til kúgunar á íslensku þjóðinni af hálfu Breta og Hollendinga og skilningsleysis annara þjóða og stuðnings þeirra við Breta og Hollendinga hafa stjórnvöld á Íslandi hafið heildstæða endurskoðun á utanríkisstefnu þjóðarinnar. Liður í þeirri endurskoðun er eftirfarandi aðgerðaráætlun:
Eftir þrjár vikur munu Íslendingar draga til baka umsókn sína um inngöngu í ESB nema til komi endurskoðun á stefnu sambandsins til deilna Íslendinga, Breta og Hollendinga.
Eftir 5 vikur mun Ísland draga sig út úr norrænu samstarfi nema til komi endurskoðun á stefnu norrænu ríkjanna til deilna Íslendinga, Breta og Hollendinga.
Eftir 8 vikur mun Ísland draga sig út úr NATO nema til komi afdráttarlaus stuðningur bandalagsins við Ísland gegn efnahagslegum árásum Breta og Hollendinga á landið.
Slík yfirlýsing ætti að fá þetta hrokapakk til að taka sönsum. Það er ekki hægt að láta þetta lið blöffa okkur endalaust. It's time to call the bluff.
Íslendingar komist að réttri niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.11.2009 | 00:36
Sannleikurinn
Ég held að fólk verði að fara að opna augun fyrir því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.
1. Bankar (á Íslandi og annarsstaðar) njóta þeirra forréttinda umfram önnur fyrirtæki í samfélögum að mega búa til peninga (úr engu) í formi lána (bankarnir lána ekki út innistæður). Stjórnvöld búa EKKI til peninga nema í litlu mæli (1-5% af öllu peningamagni).
2. Þessir peningar eru mest notaðir til þess að spila með á hinum ýmsu fjármálamörkuðum. Ekki til verðmætasköpunar
3. Þeir búa yfirleitt til allt of mikið af peningum vegna eigin græðgi. Aukið peningamagn veldur síðan verðbólgu. Já! Það eru bankarnir sem eru að skapa verðbólguna.
4. Þegar bankarnir hafa búið til og lánað allt of mikið af peningum þá draga þeir verulega úr lánveitingum (hætta að búa til peninga) og auka hörku í innheimtu þeirra lána sem eru útistandandi. Þetta er það sem hagfræðingarnir kalla hagsveiflur.
5. Þá verður samdráttur í eftirspurn hjá fyrirtækjum sem sum hver fara á hausinn. Bankarnir hirða eignirnar.
6.Þegar bankarnir lenda sjálfir í verulegum vandræðum þá koma þeir grenjandi til stjórnmálamann (sem eru algjörlega clueless um hvað sé raunverulega að gerast) og segjast vera of mikilvægir til þess að fara á hausinn.
7. Stjórnmálamenn panika og samþykkja gríðarleg lán til þess að halda bönkunum á floti. Þessi lán bera vexti sem svo aftur kalla á aukna skattheimtu.
8. Lausnin við þessu öllu saman er sú að bönkum verði bannað að framleiða peninga (100% bindiskylda). Ríkið taki síðan til við að framleiða það peningamagn sem þarf hverju sinni (í samræmi við landsframleiðslu hvers árs) og eyðir þeim peningum í samfélagslega hluti eins og heilbrigðismál, menntun, öryggisgæslu og samgöngur. Á móti verður hægt að lækka skatta á almenning; jafnvel afnema.
Dæmi: Árni Páll félagsmálaráðherra segir að það sé ekki í mannlegu valdi að leiðrétta húsnæðislán. Hann talar því eins og peningar séu eitthvað sem kemur frá náttúrunni eins og rigningin. Peningar eru skapaðir af manninum með lögum. Þess vegna er það algjörlega í mannlegu valdi að leiðrétta lánin. Hagsmunasamtök heimilanna hafa reiknað út að leiðrétting fyrir alla kosti um 200 milljarða. Ráðamenn tala hins vegar alltaf eins og það þurfi að staðgreiða þetta og því ekki framkvæmanlegt. Það er hins vegar mjög auðvelt að framkvæma þetta:
1. Ríkið yfirtekur öll húsnæðislán bankanna og flytur þau yfir á Íbúðarlánasjóð.
2. Íbúðarlánasjóður leiðréttir öll lánin og setur upphæðina inn á sér lykil í bókhaldinu.
3. Þetta eru eins og fyrr segir íbúðarlán sem flest eru með 30-40 ára líftíma eftir.
4. Þessir 200 milljarðar eru því afskrifaðir um 5 milljarða á ári sem ríkið leggur Íbúðarlánasjóði til í formi fjármagns sem það býr til en ekki í formi skuldabréfaútgáfu.
Viljum við sem þjóð vera í þeirri stöðu að þurfa stöðugt að auka við skuldir okkar sem einstaklingar og samfélag einungis svo fámennur hópur bankamanna geti hagnast á okkar kostnað.
Ég segi NEI!
Skuldir ríkja heims aukast um 45% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)